Nú er frekar langt síðan hefur verið skrifað á þetta blogg og biðst ég velvirðingar á því, kæru vinir. En úr lífi mínu er það að frétta, svosem kannski flestir vita, að ég tók þátt í söngkeppni MH á föstudaginn (20. feb). Það gekk ágætlega, ég hlustaði á þetta eftirá... ég hélt alveg tóni, heyrðist samt að ég var óstyrk, allavega fyst. Ég söng lagið tvær stjörnur eftir Megas, sem mörgum þótti mikið til koma. Ég er líka ánægð með lagsvalið. Sigurvegarar voru (fyrir þá sem ekki vita) 3. sæti: Halli og Andri með söng aðstandenda. 2. Sæti: Helgi Pelgi með....æhj, hvað heitir það aftur... þegar hún fer er ekki eins gaman... eða eitthvað svoleiðis. 1. sæti: Silla og Sunna með lagið ég er svo græn. Texti eftir þær sjálfar, geri ég ráð fyrir, við erlent lag, held ég. Ég er amjög sátt við úrslitin, hvað með ykkur?
skrifað af Runa Vala
kl: 12:31
|